Umgjörð og andrúm híbýla samfélagsins hefur áhrif á virkni og upplifun íbúanna og skapar sameiginlegan híbýlaauð. Leiðarstef og grundvöllur verkefnisins Híbýlaauður eru því gæði íbúða og jákvæð áhrif þeirra á upplifun, líðan og tengsl milli fólks. Híbýlaauður er einnig þverfaglegur hópur arkitekta, hönnuða, viðskipta- og verkfræðinga. Með rannsóknum, viðburðum og útgáfu á hópurinn í samtali við almenning og ákvörðunarhafa um áhrifamátt og leiðir til að virkja mátt arkitektúrs, hönnunar og skipulags til þess að efla virkni og jákvæða upplifun íbúa í daglegu lífi. Með því að greina, leiðbeina og hvetja til góðra verka vill Híbýlaauður undirbyggja góða samfélagslega fjárfestingu þar sem ábatinn er híbýlaauður þeirra sem búa ekki síður en þeirra sem byggja.

 

 

 

Greinar

Elsa Ævarsdóttir

Ásgeir Brynjar Torfason

Hildur Gunnarsdóttir

Hrefna Björg Þorsteinsdóttir & Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir

Anna María Bogadóttir

Fyrirlestrar & viðburðir